Erlent

Viðskipti með feld hunda og katta bönnuð

MYND/AFP

Útflutningur og innflutningur á feldi hunda og katta verður bannaður í Evrópu í dag. Þrýstihópar hafa barist í tíu ár fyrir því að viðskipti með slíkan feld verði bönnuð. Þeir segja að slíkur feldur endi síðan í fatnaði og hvers kyns neytendavörum þar sem þeir sem selji feldinn merki hann vísvitandi rangt.

Fullyrt er að dýrin séu ræktuð við slæmar aðstæður, í myrkri og raka, til þess að auka hárvöxt þeirra. Þar að auki verði þau veik við þessar aðstæður. Innflutningur af þessu tagi kemur mestmegnis frá Kína en þar er kjötið oftast selt veitingastöðum og feldurinn síðan til Evrópu.

Talið er að bannið eigi eftir að koma í veg fyrir dauða milljónir dýra. Enn er þó erfitt að greina feldinn frá annars konar feld. Sum ríki hafa þó byrjað að nota DNA próf og litrófsgreiningar til þess að staðfesta tegund feldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×