Erlent

Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng

Vera Einarsdóttir skrifar
Svartbjörn
Svartbjörn MYND/AFP

Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags.

Drengurinn var sofandi í tjaldi með móður sinni, stjúpföður og sex ára gömlum bróður þegar björninn dró hann út úr tjaldinu og inn í skóg. Stjúpfaðirinn vaknaði við öskrin í piltinum en þá var björninn þegar kominn með hann inn í skóg.

Lík drengsins fannst tæpum fjögur hundruð metrum frá tjaldsvæðinu. Tæplega 150 kílóa bjarndýr, sem talið er hafa orðið piltinum að bana, var skotið í dag en frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort um rétt dýr sé að ræða.

American Fork Canyon er vinsæll útilegustaður. Talið er að bjarndýrið hafi verið að snuðra í kringum önnur tjöld kvöldið áður en atburðurinn átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×