Erlent

Evrópusambandið mun aðstoða neyðarstjórn Abbas

Evrópusambandið mun hefja beina aðstoð við bráðabirgðastjórn Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, en Javier Solana, utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, skýrði frá þessu í morgun. Hann tók þó ekki fram hvenær þessi aðtoð myndi hefjast. Solana var á leið sinni á fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins sem fram fer í dag.

Stjórnvöld í Ísrael hafa sagt að þau séu tilbúinn til þess að styðja við bráðabirgðastjórn Abbas og þá hafa Bandaríkjamenn einnig lýst yfir stuðningi sínum. Forsætisráðherrann í neyðarstjórninni segir hana  þó glíma við erfitt verkefni. Hann segir hana skorta trúverðugleika en þrátt fyrir það sé hún eina löglega stjórn Palestínu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×