Innlent

Baugsmál lagt í dóm

Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir mánuði. Þá voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri sakfelldir fyrir nokkra ákæruliði og sýknaðir af öðrum en tíu ákæruliðum var vísað frá. Meðal frávísaðra ákæruliða var ákæra gegn Jóni Gerald Sullenberger.

Sú frávísun var ógild í Hæstarétti og héraðsdómi gert að dæma í málinu. Þessir ákæruliðir eru nú fyrir hérðasdómi og lauk málflutningi í dag. Þarna er tekist á um meinta sekt Jóns Geralds Sullenberger með útgáfu tilhæfulausra reikninga - og meintar ólögmætar lánveitingar til stjórnenda Baugs þar á meðal Jóns Ásgeir Jóhannessonar, nú stjórnarfomanns Baugs. Þá er einkaneysla Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra sem hann lét Baug borga í þessum ákærupakka. Fræg garðsláttuvél Tryggva er þar á meðal en í morgun vitnaði starfsmaður Aðfanga, dótturfyrirtækis Baugs um að algengt hefði verið að stjórnendur létu fyrirtækið borga fyrir ýmis leiktæki en endurgreitt síðar. Gleymst hefði að láta tryggva borga sláttuvélina.

Búist er við því að dómur falli í þessum hluta málsins fyrir lok þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×