Viðskipti erlent

Eins og að finna mús á stærð við hest

Fornleifafræðingar í Kína hafa fundið leifar af risaflugeðlu sem var um fimm metra há. Hún líkist frekar fugli en eðlu. Uppgötvunin varpar nýju ljósi á þróunarferli fugla sem virðist vera flóknara en áður var talið.

Steingerð bein sem fundust í Norður-Kína sýna að risaeðlan hefur verið um fimm metra há og um átta metra löng. Hún hefur verið um 1.400 kíló að þyngd.

Eðlan sem kölluð er „Gigantoraptor elrianensis" var með granna leggi og að öllum líkindum fiðruð. Það gerir hana 35 sinnum stærri en líklegur nánasti ættingi sem væri „Caudiperyx" sem var lítil fiðruð risaeðla.

„Þessi uppgötvun brýtur í bága við fyrri kenningar þess efnis að risaeðlur hafi minkað þegar þær þróuðust í fugla. Þetta er eins og að finna mús á stærð við hest eð kú," sagði Xu Xing fornleifafræðingur hjá Vertebrate fornleifastofnuninni í Peking.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×