37 ára bið Cleveland á enda 12. júní 2007 19:06 LeBron James og félagar verða að vinna í kvöld til að eiga möguleika á titlinum NordicPhotos/GettyImages Gamall draumur stuðningsmanna Cleveland Cavaliers verður að veruleika í nótt þegar liðið spilar sinn fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum NBA deildarinnar í 37 ára sögu félagsins. Ljóst er að heimamenn þurfa á einhverju sérstöku að halda í kvöld þegar þeir taka á móti San Antonio í þriðja leik liðanna, enda undir 2-0 í einvíginu. Leikurinn í nótt verður sýndur beint á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Einvígi liðanna hefur verið leikur kattarins að músinni til þessa og sigraði San Antonio með fádæma yfirburðum í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Næstu þrír leikir - ef með þarf - fara nú fram á heimavelli Cleveland og það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki hampar titlinum. San Antonio-liðið er ekki ókunnugt því að spila í lokaúrslitum og hefur alltaf farið með sigur af hólmi ef það hefur komist alla leið í úrslitin - árin 1999, 2003 og 2005. Talað er um að lið San Antonio sé illviðráðanlegt í úrslitakeppni ef aðeins tveir af þeim Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker spila vel, en þeir hafa allir þrír átt prýðisgóða leiki í tveimur fyrstu leikjunum - enda voru þeir ekki sérlega spennandi. Þá hefur varnarleikur liðsins verið agaður og sterkur - og þegar svo er, er ekkert lið í deildinni sem stenst San Antonio snúning. Leikmenn Cleveland eru í úrslitum nokkuð óvænt og þar á bæ fer lítið fyrir reynslumiklum leikmönnum. Varnarleikur San Antonio hefur verið sérsniðinn að því að stöðva LeBron James og það hefur tekist mjög vel til þessa. Aukaleikarar Cleveland hafa ekki náð að standa undir væntingum og það er einna helst nýliðinn Daniel Gibson sem sýnt hefur kjark og þor í sóknarleiknum. Þetta er oft fljótt að breytast þegar lið koma aftur á heimavöllinn sinn og skemmst er að minnast einvígis Cleveland gegn Detroit fyrir hálfum mánuði, þar sem Cleveland tapaði fyrstu leikjunum á útivelli en fór samt áfram. Ljóst er að heimamenn þurfa á öllu sínu að halda til að ná sigri gegn einbeittu og vel stilltu liði gestanna í kvöld og vonandi tekst það svo áhorfendur Sýnar og NBA áhugamenn á Íslandi fái nú spennandi einvígi í lokaúrslitunum. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Gamall draumur stuðningsmanna Cleveland Cavaliers verður að veruleika í nótt þegar liðið spilar sinn fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum NBA deildarinnar í 37 ára sögu félagsins. Ljóst er að heimamenn þurfa á einhverju sérstöku að halda í kvöld þegar þeir taka á móti San Antonio í þriðja leik liðanna, enda undir 2-0 í einvíginu. Leikurinn í nótt verður sýndur beint á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Einvígi liðanna hefur verið leikur kattarins að músinni til þessa og sigraði San Antonio með fádæma yfirburðum í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Næstu þrír leikir - ef með þarf - fara nú fram á heimavelli Cleveland og það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki hampar titlinum. San Antonio-liðið er ekki ókunnugt því að spila í lokaúrslitum og hefur alltaf farið með sigur af hólmi ef það hefur komist alla leið í úrslitin - árin 1999, 2003 og 2005. Talað er um að lið San Antonio sé illviðráðanlegt í úrslitakeppni ef aðeins tveir af þeim Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker spila vel, en þeir hafa allir þrír átt prýðisgóða leiki í tveimur fyrstu leikjunum - enda voru þeir ekki sérlega spennandi. Þá hefur varnarleikur liðsins verið agaður og sterkur - og þegar svo er, er ekkert lið í deildinni sem stenst San Antonio snúning. Leikmenn Cleveland eru í úrslitum nokkuð óvænt og þar á bæ fer lítið fyrir reynslumiklum leikmönnum. Varnarleikur San Antonio hefur verið sérsniðinn að því að stöðva LeBron James og það hefur tekist mjög vel til þessa. Aukaleikarar Cleveland hafa ekki náð að standa undir væntingum og það er einna helst nýliðinn Daniel Gibson sem sýnt hefur kjark og þor í sóknarleiknum. Þetta er oft fljótt að breytast þegar lið koma aftur á heimavöllinn sinn og skemmst er að minnast einvígis Cleveland gegn Detroit fyrir hálfum mánuði, þar sem Cleveland tapaði fyrstu leikjunum á útivelli en fór samt áfram. Ljóst er að heimamenn þurfa á öllu sínu að halda til að ná sigri gegn einbeittu og vel stilltu liði gestanna í kvöld og vonandi tekst það svo áhorfendur Sýnar og NBA áhugamenn á Íslandi fái nú spennandi einvígi í lokaúrslitunum.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira