Viðskipti innlent

Safari vafrinn fyrir Windows

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steve Jobs kynnti Safari vafrann fyrir Windows í dag
Steve Jobs kynnti Safari vafrann fyrir Windows í dag

Apple fyrirtækið kynnti Windows útgáfuna af Safari vafranum í dag. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple fyrirtækisins, sagði við það tækifæri að Safari væri framúrstefnulegasti og kröftugasti vafrinn í heiminum á Heimsþróunarráðstefnu fyrirtækisins. Safari kom á markaðinn fyrir fáeinum árum og hefur náð um 5% af heimsmarkaði fyrir vefvafra, með um 18 milljón notendur. Internet Explorer er langvinsælasti vafrinn, með um 78% markaðshlutdeild, en Firefox hefur um 15% af markaðnum. Eins og aðrir vefvafrar mun Safari verða dreift ókeypis. Jobs telur að Safari sé tvöfalt hraðvirkari en Explorer og Firefox.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×