Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas 11. júní 2007 04:23 Cleveland hefur ekkert svar fundið við frábærum leik Tony Parker til þessa í einvíginu. Hann skoraði 30 stig í nótt og keyrir hér framhjá Daniel Gibson AFP San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira