Innlent

TF-Líf til aðstoðar Flugfélagi Íslands

Twin Otter flugvél Flugfélags Íslands féll niður um þunnt íslag á yfirborði Grænlandsjökuls í gær þegar hún lenti þar til að sækja hóp ferðamanna á jökulinn. Þegar ekki náðist að rétta hana við var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór með tvo flugvirkja á staðinn sem freistuðu þess að koma vélinni í loft á nýjan leik.

Á sama tíma var hópur ungra kvenna staddur á jöklinum á vegum Flugfélagsins. Stúlkurnar voru búnar að vera veðurtepptar þar í um vikutíma og áhyggjufullur kærasti einnar þeirra hafði haft samband við Flugfélagið og beðið um að þær yrðu sóttar. Þegar Twin Otter vélin festist á jöklinum fór Flugfélagið fram á það við þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að hún kæmi við hjá stúlkunum í bakaleiðinni og flyttu þær til Ísafjarðar.

Eftir svolitla leit fann þyrlusveitin stúlkurnar og skilaði þeim á Ísafjörð eftir langt og erfitt flug til þangað. Stúlkurnar voru aldrei í neinni hættu en voru farnar að bíða óþreyjufullar eftir að vera sóttar. Friðrik Adolfsson, hjá Flugfélagi Íslands segir að nú sé búið að koma Twin Otter vélinni á loft á nýjan leik. Flugfélag Íslands hefur undanfarnar vikur flutt ferðamenn á Grænlandsjökul og til baka og hafa ferðirnar gengið vel fram að þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×