Erlent

Þingmenn í Arizona í handalögmálum

Handalögmál brjótast stundum út í þingsölum um víða veröld. Óvenjulegt er að það gerist í Bandaríkjunum en það gerðist þó í dag þegar þingmenn á ríkisþingi Arizona tókust á.

Þinghlé var þegar heitar umræður hófust á milli Charles Bishop og Lowell Barron. Fyrr en varði hafði síðan Bishop, sem er repúblikani, landað vænu höggi framan í Barron, sem er demókrati. Þingverðir komu fljótt á vettvang og héldu mönnunum tveimur.

Bishop sagði síðan að Barron hefði kallað hann son ákveðinnar dýrategundar og því hafi hann ákveðið að svara með einni snöggri stungu. „Ef hann kallar mig þetta aftur, gerist það sama aftur.“ sagði hann síðan við fréttamenn.

Ekki náðist í Barron vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×