70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu 6. júní 2007 18:45 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira