Innlent

Glerhöll í Nauthólsvík

Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur.

Vegna veðurs - á þessum fyrsta degi júnímánaðar - var ákveðið að opna ljós- og tölvumyndasýningu Háskólans í Reykjavík á lóð skólans í Ofanleiti í stað Nauthólsvíkur. Það var borgarstjóri sem opnaði sýninguna. Hún verður svo flutt niður í Nauthólsvík í næstu viku þar sem strandgestir geta rýnt í á annan tug mynda af framtíðarhúsnæði háskólans í allt sumar. Við sýnum hér myndir sem ekki hafa áður birst af væntanlegri háskólabyggingu, þær hinar sömu og verða á stöplunum í Nauthólsvík í sumar. Húsið verður við rætur Öskjuhlíðar, spölkorn frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×