San Antonio í úrslit 31. maí 2007 04:18 Tim Duncan heldur hér á sínum fjórða verðlaunagrip á ferlinum fyrir sigur í Vesturdeildinni, en hann hefur alltaf náð að klára dæmið þegar hann hefur komist í lokaúrslitin NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira