Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku 30. maí 2007 14:41 MYND/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira