Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku 30. maí 2007 14:41 MYND/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira