Prjónar og málar - einhent 29. maí 2007 18:48 Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma? Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma?
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira