Innlent

Ríkið hefur betur í þjóðlenduúrskurðum

Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði í fimm þjóðlendumálum á Norðausturlandi í dag. Stór hluti af kröfum fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, var tekinn til greina og eignarlandskröfum þar með að talsverðu leyti hafnað.

Landinu var á sínum tíma skipt í ellefu svæði og nú hefur nefndin skorið úr um hvað teljist þjóðlenda á fimm svæðum af ellefu. Úrskurðirnir í dag voru um landsvæði á Norðausturlandi, meðal annars í Fljótsdal og á Jökuldal, í Vopnafjarðar- og Öxarfjarðarhreppi. Nefndin féllst ekki á kröfur ríkisins í Smjörfjöll og svæði á Jökuldalsheiði. Andri Árnason, lögmaður ríkisins í þjóðlendumálum, segir hugsanlegt að endurskoða þurfi kröfur ríkisins um þjóðlendur á öðrum svæðum í kjölfar þeirrar niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×