Innlent

Uriah Heep enn í fullu fjöri

Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki.

Það er vafamál hvort tónleikarnir í Höllinni annað kvöld verði í anda hvítasunnudagins, enda eru rokkarar á borð við þá sem spila í Uriah Heep þekktir fyrir allt annað en kristilegt líferni. Hitt er víst að stuðið verður þar í fyrirrúmi og dúndurfjör, að minnsta kosti lofa Mick Box og hans menn góðri skemmtun þar sem gömu lögin fá að hljóma.

Tæpir fjórir áratugir eru síðan Mick Box og félagar hans stofnuðu sveitina og nefndu í höfuðið á sögupersónu Charles Dickens, Uriah Heep úr Davíð Copperfield. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar eru þeir félagar ekkert á þeim buxunum að hætta. Þeir segjast ætla að halda áfram að rokka svo lengi sem þeir hafa gaman af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×