San Antonio og Cleveland komin áfram 19. maí 2007 11:41 Steve Nash og Tim Duncan, leiðtogar sinna liða, féllust í faðma eftir leikinn í nótt og hrósuðu hvor öðrum fyrir góðan leik. MYND/Getty San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira