Heimavinnandi bandarísk húsmóðir hefur fundið upp kynlífshjálpartæki sem tengist við ryksugu og veitir fullnægingu á aðeins tíu sekúndum.
Tækið, Vortex Vibrations, eykur sogkraft ryksugunnar og getur að sögn uppfinningamannsins, Joanne Drysdale, veitt raðfullnægingar sem endast í allt að mínútu. Frá þessu greinir í Sun dagblaðinu.
Drysdale, tæplega fimmtug húsmóðir í Utah, var að ryksuga þegar hún fékk hugmyndina. Hún sá hvernig gúmmístykki sem festist í barkanum bærðist í loftstreyminu og fann mjúkan sogkraft þegar hún reyndi að fjarlægja það.
Húsmóðirin hafði verið fráskilin og skírlíf í fimmtán ár þegar henni datt tækið í hug. ,,Ég vissi um leið að þetta væri eitthvað sem gæti veitt konum um allan heim ánægju", sagði Drysdale.
Tækið kostar um 35 pund á heimasíðunni lovehoney.co.uk og kynningarmyndband um gripinn má nálgast hér.