Innlent

Viðræður við Þjóðverja um varnamál

Þýskar herþotur.
Þýskar herþotur.

Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Að sögn Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, er ekki um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar. Um 120 fraktflugvélar á vegum þýska flughersins hafa árlega lent hér á landi undanfarin ár og meðal annars á að kanna hvort framhald verði á þeim ferðum fyrst Bandaríkjaher er farinn á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×