Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum.

Á vettvangi og fyrir dómi hélt hann því fram að kærasta hans hefði ekið bílnum en að hann hefði sest inn bílstjóramegin þar sem bíllinn var stöðvaður til þess að athuga með framljósin. Því sama hélt kærastan fram en lögregla sagðist hafa séð manninn aka bílnum og hafa elt hann að bílastæðinu þar sem hann stöðvaði.

Lögreglumennirnir sögðust aldrei hafa misst sjónar á bifreiðinni og taldi dómurinn því sannað að maðurinn hefði setið undir stýri. Í ljósi þess að hann var nú sakfelldur í þriðja sinn frá haustinu 2005 fyrir að aka próflaus sá dómurinn ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×