Innlent

Dæmd fyrir að draga sér fé

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum.

Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur.

Um var að ræða tvo ákæruliði. Samkvæmt öðrum þeirra var konan ákærð fyrir að hafa á fyrri hluta síðasta árs dregið sér um 250 þúsund krónur frá Hraðbúð Esso á Egilstöðum þegar hún starfaði þar. Þá var konan einnig ákærð fyrir að hafa tekið út fjármuni í reikning Björgunarsveitarinnar Héraðs við Hraðbúðina, alls nærri 40 þúsund krónur, án heimildar.

Konan játaði á sig brotin tvö. Þegar tekin var afstaða til refsingar var litið til þess að konan er ung en jafnframt að brot hennar stóðu yfir í um níu mánuði. Auk skilorðsbundins dóms var konan dæmd til að greiða Björgungarsveitinni á Héraði skaðabætur sem námu þeirri upphæð sem hún dró sér frá sveitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×