Körfubolti

Úrvalslið ársins í NBA tilkynnt í dag

Amare Stoudemire er í úrvalsliði NBA í fyrsta sinn
Amare Stoudemire er í úrvalsliði NBA í fyrsta sinn AFP

Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið ársins í NBA deildinni. Það er nefnd fjölmiðlamanna í Bandaríkjunum og Kanada sem stendur að valinu. Nokkur ný andlit voru í liðunum í ár í bland við gamalkunnug.

Steve Nash og Amare Stoudemire frá Phoenix voru fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðinu síðan árið 2004 og var Stoudemire í liðinu í fyrsta sinn. Dirk Nowitzki var valinn í liðið í þriðja sinn og Tim Duncan í níunda skipti. Kobe Bryant var í liðinu í fimmta sinn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig atkvæðin skiptust.

Leikmaður, lið, (stig í 1. sæti), heldarstig

1. Úrvalslið

Dirk Nowitzki, Dallas (125) 634

Tim Duncan, San Antonio (94) 573

Amaré Stoudemire, Phoenix (36) 494

Steve Nash, Phoenix (129) 645

Kobe Bryant, L.A. Lakers (128) 643

2. Úrvalslið

LeBron James, Cleveland (64) 494

Chris Bosh, Toronto (8) 234

Yao Ming, Houston (38) 333

Gilbert Arenas, Washington 295

Tracy McGrady, Houston (10) 278

3.Úrvalslið

Kevin Garnett, Minnesota (5) 225

Carmelo Anthony, Denver (1) 142

Dwight Howard, Orlando (1) 108

Dwyane Wade, Miami (1) 241

Chauncey Billups, Detroit 86

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×