Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis 10. maí 2007 11:12 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Félög tengd Novator eiga nú þegar um 38,5 prósent af hlutafé félagsins í A-flokki en Björgólfur Thor er jafnframt stjórnarformaður þess. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirtökutilboðið er 9 prósentum yfir lokagengi Actavis í Kauphöll Íslands í gær en félagið er metið á um 287 milljarða krónur. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Novator muni beita sér fyrir aukinni áhættusækni í rekstri félagsins, fækka í stjórn og birta aðeins á opinberum vettvangi þær upplýsingar sem almennt er krafist af óskráðum félögum. Þá sé það mat Novator að sú aukna áhætta, sem fylgir slíkri skuldsetningu og stefnu, sé ekki heppileg fyrir almenna fjárfesta og því rétt að gefa öðrum fjárfestum tækifæri tilútgöngu áður en að slíkum breytingum kemur. Novator hyggst afskrá félagið af markaði eins fljótt og auðið er. Þá segir ennfremur að þetta sé hæsta gengi sem boðið hafi verið fyrir hlutabréf í félaginu og ríflega 21 prósenti hærra en meðaltals lokagengi síðastliðinna sex mánaða. „Það er mat Novator að verðið endurspegli á mjög sanngjarnan hátt raunvirði félagsins á þessum tíma, einkum og sér í lagi í samanburði við önnur samheitalyfjafyrirtæki á markaði og nýlegar yfirtökur í geiranum," að því er segir í tilkynningunni. Umtalsverður hluti kaupverðsins verður fjármagnaður með með lánsfé og verður Actavis verulega skuldsett að yfirtökunni lokinni, að því er tilkynningin segir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Félög tengd Novator eiga nú þegar um 38,5 prósent af hlutafé félagsins í A-flokki en Björgólfur Thor er jafnframt stjórnarformaður þess. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirtökutilboðið er 9 prósentum yfir lokagengi Actavis í Kauphöll Íslands í gær en félagið er metið á um 287 milljarða krónur. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Novator muni beita sér fyrir aukinni áhættusækni í rekstri félagsins, fækka í stjórn og birta aðeins á opinberum vettvangi þær upplýsingar sem almennt er krafist af óskráðum félögum. Þá sé það mat Novator að sú aukna áhætta, sem fylgir slíkri skuldsetningu og stefnu, sé ekki heppileg fyrir almenna fjárfesta og því rétt að gefa öðrum fjárfestum tækifæri tilútgöngu áður en að slíkum breytingum kemur. Novator hyggst afskrá félagið af markaði eins fljótt og auðið er. Þá segir ennfremur að þetta sé hæsta gengi sem boðið hafi verið fyrir hlutabréf í félaginu og ríflega 21 prósenti hærra en meðaltals lokagengi síðastliðinna sex mánaða. „Það er mat Novator að verðið endurspegli á mjög sanngjarnan hátt raunvirði félagsins á þessum tíma, einkum og sér í lagi í samanburði við önnur samheitalyfjafyrirtæki á markaði og nýlegar yfirtökur í geiranum," að því er segir í tilkynningunni. Umtalsverður hluti kaupverðsins verður fjármagnaður með með lánsfé og verður Actavis verulega skuldsett að yfirtökunni lokinni, að því er tilkynningin segir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent