Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi 6. maí 2007 05:38 Carlos Boozer fór hamförum hjá Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira