Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði 2. maí 2007 18:57 Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira