Viðskipti innlent

Norrænir markaðir í sögulegu hámarki

Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri.

Greiningardeildin bendir á það í Vegvísi sínum í dag að í sögulegu samhengi séu norrænir markaðir allajafna fremur slakir í maí. Í kjölfar mikilla hækkana undanfarna mánuði gefur deildin því út varkára skammtímaspá um norrænu markaðina.

Yfirlit greiningardeildar Landsbanka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×