Viðskipti innlent

TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor's (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu.

Í rökstuðningnum segir ennfremur að það sem veiki stöðuna sé mikil áhætta á íslenskum tryggingamarkaði og í íslensku efnahagslífi almennt. Einnig er takmörkuð framlegð af vátryggingarekstri TM, að sögn S&P.

Þá er norska tryggingafélagið Nemi, sem TM á, með sama styrkleikamat. tefnt er að aukinni samvinnu félaganna.

Haft er Óskari Magnússyni, forstjóra TM, að matið undirstriki fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins. „Þetta skiptir okkur miklu þar sem íslenski markaðurinn er ekki vaxtarmarkaður. Hér takast tryggingafélög á um sneiðar af köku sem stækkar hægt. Mat S&P gefur möguleika á góðri viðbót," segir hann í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×