Viðskipti innlent

Metvelta í OMX-kauphöllinni

Kauphöll Íslands sem OMX-kauphallarsamstæðan rekur.
Kauphöll Íslands sem OMX-kauphallarsamstæðan rekur.

Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar.

Fyrra metið innan viðskiptadags, sem slegið var 28. febrúar síðastliðinn, hljóðaði upp á 758,6 milljarða krónur.

Þetta er 33 prósenta meiri heildarvelta en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá OMX.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×