Innlent

Refasetur á Súðavík

MYND/GVA

Refasetur bætist innan tíðar við fjölbreyta flóru setra, sem kennd við drauga, vesturfara, galdra og fleira. Súðvíkingar eru að endurbyggja rúmlega aldar gamalt refahús við Eyrarlandsbæinn, í grennd við byggðina og njóta til þess fjárveitinga frá Alþingi.

Að sögn Bændablaðsins er gert ráð fyrir að í húsinu verði rannsóknaaðstaða fyrir fræðimenn ásamt aðstöðu til að fræða almenning um líf og hátterni íslenska refsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×