Houston náði forystu á ný gegn Utah 1. maí 2007 03:53 Tracy McGrady var duglegur við að spila félaga sína uppi í nótt NordicPhotos/GettyImages Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira
Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira