Houston náði forystu á ný gegn Utah 1. maí 2007 03:53 Tracy McGrady var duglegur við að spila félaga sína uppi í nótt NordicPhotos/GettyImages Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira