Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi 29. apríl 2007 20:10 Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð? Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð?
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira