Körfuboltaæði í Oakland 28. apríl 2007 18:37 Stemmingin í Oakland í gær var engri lík þegar stuðningsmenn liðsins fögnuðu fyrsta heimasigri liðsins í úrslitakeppni í meira en áratug NordicPhotos/GettyImages Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira