Þrír leikir í úrslitakeppni NBA í kvöld 26. apríl 2007 18:34 Tracy McGrady og Yao Ming geta komið sér í afar vænlega stöðu gegn Utah með sigri í kvöld NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz, LA Lakers og Orlando Magic standa öll frammi fyrir erfiðu verkefni í kvöld þegar þau mæta andstæðingum sínum í þriðja sinn í úrslitakeppninni í NBA. Leikur Utah og Houston verður sýndur beint á NBA TV klukkan eitt í nótt, en öll þrjú liðin eru undir 2-0 í einvígjum sínum eftir tap á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrstu tveir leikir Utah og Houston voru mjög jafnir og harðir en heimamenn höfðu þar naumlega betur. Utah-liðið réði illa við þá Yao Ming og Tracy McGrady, en Houston náði að vinna báða heimaleiki sína þrátt fyrir skelfilega skotnýtingu. Utah vonast til að snúa blaðinu við í kvöld, en til þess þarf liðið að rita nýja kafla í sögu sína. Liðið hefur aldrei náð að vinna úrslitaseríu eftir að hafa lent undir 2-0, en Utah getur þó huggað sig við þá staðreynd að liðið er með frábæran árangur í þriðja leik á heimavelli í úrslitakeppni. Liðið hefur unnið 15 af 17 þeim í gegn um tíðina. Utah hefur 9 sinnum lent undir 2-0 í einvígi í úrslitakeppni - tvisvar hefur liðið náð að jafna 2-2, en yfirleitt hefur það verið fjórði leikurinn sem hefur reynst banabitinn í þeirri stöðu sem það er nú. LA Lakers tekur á móti Phoenix Suns á heimavelli sínum í kvöld þar sem Phoenix hefur sigrað í fyrstu tveimur leikjunum. Phil Jackson þjálfari Lakers sagðist hafa verið auðmýktur og þunglyndur eftir stórt tap í síðasta leik og sagði í samtali við LA Times að hann þyrfti ef til vill að reyna að finna leið til að geta notað Kobe Bryant í 48 mínútur til að eiga möguleika í einvíginu. Sagan er ekki beinlínis á bandi Lakers í kvöld því í þeim 193 úrslitaseríum í NBA þar sem lið hafa lent undir 2-0 í sjö leikja seríum - hafa aðeins 11 þeirra komist áfram. Loks tekur Orlando á móti Detroit á heimavelli eftir tvö töp í Detroit, en þar á bæ er ekki reiknað með sérlega spennandi einvígi þar sem Detroit hefur verið mun sterkara í fyrstu tveimur leikjunum. Lið Detroit hefur verið fastagestur í úrslitum Austurdeildar undanfarin ár og margir tippa á að liðið sé eitt þeirra sem menn eru að gleyma þegar talað er um sigurstranglegustu liðin úrslitunum í ár. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Utah Jazz, LA Lakers og Orlando Magic standa öll frammi fyrir erfiðu verkefni í kvöld þegar þau mæta andstæðingum sínum í þriðja sinn í úrslitakeppninni í NBA. Leikur Utah og Houston verður sýndur beint á NBA TV klukkan eitt í nótt, en öll þrjú liðin eru undir 2-0 í einvígjum sínum eftir tap á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrstu tveir leikir Utah og Houston voru mjög jafnir og harðir en heimamenn höfðu þar naumlega betur. Utah-liðið réði illa við þá Yao Ming og Tracy McGrady, en Houston náði að vinna báða heimaleiki sína þrátt fyrir skelfilega skotnýtingu. Utah vonast til að snúa blaðinu við í kvöld, en til þess þarf liðið að rita nýja kafla í sögu sína. Liðið hefur aldrei náð að vinna úrslitaseríu eftir að hafa lent undir 2-0, en Utah getur þó huggað sig við þá staðreynd að liðið er með frábæran árangur í þriðja leik á heimavelli í úrslitakeppni. Liðið hefur unnið 15 af 17 þeim í gegn um tíðina. Utah hefur 9 sinnum lent undir 2-0 í einvígi í úrslitakeppni - tvisvar hefur liðið náð að jafna 2-2, en yfirleitt hefur það verið fjórði leikurinn sem hefur reynst banabitinn í þeirri stöðu sem það er nú. LA Lakers tekur á móti Phoenix Suns á heimavelli sínum í kvöld þar sem Phoenix hefur sigrað í fyrstu tveimur leikjunum. Phil Jackson þjálfari Lakers sagðist hafa verið auðmýktur og þunglyndur eftir stórt tap í síðasta leik og sagði í samtali við LA Times að hann þyrfti ef til vill að reyna að finna leið til að geta notað Kobe Bryant í 48 mínútur til að eiga möguleika í einvíginu. Sagan er ekki beinlínis á bandi Lakers í kvöld því í þeim 193 úrslitaseríum í NBA þar sem lið hafa lent undir 2-0 í sjö leikja seríum - hafa aðeins 11 þeirra komist áfram. Loks tekur Orlando á móti Detroit á heimavelli eftir tvö töp í Detroit, en þar á bæ er ekki reiknað með sérlega spennandi einvígi þar sem Detroit hefur verið mun sterkara í fyrstu tveimur leikjunum. Lið Detroit hefur verið fastagestur í úrslitum Austurdeildar undanfarin ár og margir tippa á að liðið sé eitt þeirra sem menn eru að gleyma þegar talað er um sigurstranglegustu liðin úrslitunum í ár.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira