Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu 26. apríl 2007 16:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira