Viðskipti innlent

Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir

MYND/GVA

Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum.

Ársreikningur Árborgar fyrir síðasta ár var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær og var honum vísað til seinni umræðu en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur

fundum.

Í tilkynningu frá Árborg kemur fram að rekstur sveitarfélagsins hafi verið með svipuðu móti og fyrri ár. Heildarvelta samkvæmt

samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta bæjarsjóðs nam tæpum 3.443 milljónum króna og það rúmum 168 milljónum króna yfir áætlun.

Þá námu skatttekjur sveitarfélagsins 2.446 milljónum króna og voru tæpum 114 milljónum króna yfir áætlun.

Í uppgjörinu kemur fram að mikil uppbygging hafi einkennt rekstur sveitarfélagsins síðustu ár en á síðasta ári hafi verið byrjað á seinni áfanga Sunnulækjarskóla en gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun í haust. Þá var lokið viðbyggingu nýs 6 deilda leikskóla og hafinn undirbúningur að öðrum 6 deildaleikskóla á síðasta ári. Húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru sömuleiðis til endurskoðunar og gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við hann á þessu ári.

Fjárfestingar næstu ára verða áfram umtalsverðar vegna þeirrar hröðu uppbyggingar sem gert er ráð fyrir í sveitafélaginu, að því er segir í ársreikningum sveitarfélagsins.

Ársreikningar Árborgar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×