Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð 26. apríl 2007 06:30 Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Mynd/GVA Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.Fjármögnun vegna kaupanna eru tryggð. Fjárfestingabankarnir Bear Stearns og Morgan Stanley hafa verið Milestone innan handar við kaup og fyrirhugaða yfirtöku auk þess að fjármagna hluta kaupverðsins..Invik er með víðtæka starfsemi á sænskum trygginga- og fjármálamarkaði auk þess sem félagið rekur sérhæfða bankastarfsemi í Lúxemborg. Invik er skráð í OMX í Stokkhólmi og stefnir Milestone að því að taka félagið af markaði. Heildartryggingaiðgjöld samstæðunnar námu um tólf milljörðum króna í fyrra, eignir í umsýslu í verðbréfasjóðum námu um 162 milljörðum króna og í eignastýringu eru um 98 milljarðar króna.Sænska fjármálafyrirtækið hefur vaxið mikið á liðnum árum og starfrækir tryggingafélögin Moderna Forsäkringar og Moderna Forsäkringar Liv, sem bjóða fjölbreyttar tryggingar á sænska markaðnum, og fyrirtækin Assuransinvest, Banque Invik og Invik Funds. Í tilkynningu segir að margvísleg tækifæri liggi í samstarfi Askar Capital og Sjóvá, dótturfélaga Milestone, og þessara fyrirtækja.„Invik & Co fellur mjög vel að öðrum eignum Milestone. Við höfum stefnt að sterkari stöðu á norrænum fjármálamarkaði með áherslu á tryggingastarfsemi og sérhæfða fjármálaþjónustu. Við lítum á yfirtökuna sem einstakt tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur og efnahag Milestone og treysta til muna stöðu Sjóvá og Askar Capital. Það liggja mikil tækifæri í samþættingu og samvinnu þessara eininga," segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, í tilkynningu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.Fjármögnun vegna kaupanna eru tryggð. Fjárfestingabankarnir Bear Stearns og Morgan Stanley hafa verið Milestone innan handar við kaup og fyrirhugaða yfirtöku auk þess að fjármagna hluta kaupverðsins..Invik er með víðtæka starfsemi á sænskum trygginga- og fjármálamarkaði auk þess sem félagið rekur sérhæfða bankastarfsemi í Lúxemborg. Invik er skráð í OMX í Stokkhólmi og stefnir Milestone að því að taka félagið af markaði. Heildartryggingaiðgjöld samstæðunnar námu um tólf milljörðum króna í fyrra, eignir í umsýslu í verðbréfasjóðum námu um 162 milljörðum króna og í eignastýringu eru um 98 milljarðar króna.Sænska fjármálafyrirtækið hefur vaxið mikið á liðnum árum og starfrækir tryggingafélögin Moderna Forsäkringar og Moderna Forsäkringar Liv, sem bjóða fjölbreyttar tryggingar á sænska markaðnum, og fyrirtækin Assuransinvest, Banque Invik og Invik Funds. Í tilkynningu segir að margvísleg tækifæri liggi í samstarfi Askar Capital og Sjóvá, dótturfélaga Milestone, og þessara fyrirtækja.„Invik & Co fellur mjög vel að öðrum eignum Milestone. Við höfum stefnt að sterkari stöðu á norrænum fjármálamarkaði með áherslu á tryggingastarfsemi og sérhæfða fjármálaþjónustu. Við lítum á yfirtökuna sem einstakt tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur og efnahag Milestone og treysta til muna stöðu Sjóvá og Askar Capital. Það liggja mikil tækifæri í samþættingu og samvinnu þessara eininga," segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, í tilkynningu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira