Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn 24. apríl 2007 18:30 Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira