Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn 24. apríl 2007 18:30 Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent