Viðskipti innlent

Stjórnaðu tölvunni með farsímanum

Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt.

En það er til mun betri leið. Það er hægt að nota farsíma sem fjarstýringu, til að skipta um lög, hækka og lækka og meira að segja til að stjórna Power Point kynningum. Forritið Salling Clicker gerir farsímann þinn að fjarstýringu og virkar á yfir 100 mismunandi símtæki og tölvur með Windows og Mac OS X stýrikerfi. Forritið tengist tölvunni með Bluetooth eða WiFi, á þeim tækjum sem hafa það. Clicker gerir mönnum kleift að stjórna forritum eins og iTunes, Windows Media Player, VLC, Quicktime, Power Point, Keynote, iPhoto og fleirum. Venjuleg fjarstýring gefur bara einföldustu möguleika, en með Salling Clicker geta menn leitað að ákveðnu lagi til að spila og valið lagalista eða mynd til að sýna. Til dæmis er hægt að sýna hvaða lag er verið að spila á skjá símans, með „Album art". Forritið hefur líka sérstaka stillingu fyrir kynningar, þannig að ef tengingin rofnar, reynir forritið að endurtengjast eins fljótt og auðið er. Þegar Power Point er stýrt, birtist mynd af næstu glæru á skjá símans. Meiri upplýsingar á vefsíðunni www.salling.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×