Titilvörn Miami hófst með tapi 22. apríl 2007 11:07 Það var hart barist í leik Miami og Chicago í nótt. MYND/Getty New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira