Stimpilgjöld verða felld niður 18. apríl 2007 18:53 Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira