Viðskipti innlent

Norrænir markaðir í hæstu hæðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið og nálgast nýjar hæðir, ekki síst sá norski sem er nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Sænska vísitalan sló met í gær auk þess sem Dow Jones Nordic 30 vísitalan fór í hæsta gildi frá upphafi. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis staðið í sögulegum hæðum í vikunni en lækkaði í dag.

Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í dag að af einstökum löndum hafi danska úrvalsvísitalan hækkað mest eða um 1,4 prósent en sú finnska minnst, eða um 0,6 prósent.

Þá hafa Norrænu úrvalsvísitölurnar hækkað á bilinu 6-22 prósent frá áramótum, sú íslenska mest.

Greiningardeildin segir mikla bjartsýni ríkja á norrænum fjármálamörkuðum, en hagkerfi þeirra hafa sjaldan verið sterkari. Þá hafa skattalækkanir og mikil hagnaðaraukning fyrirtækja aukið á bjartsýnina, að sögn greiningardeild Landsbankans.

Úrvalsvísitalan fór yfir 7.827 stig við lokun markaða í gær sem er nýtt met. Hún dalaði í dag, lækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.812 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×