Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu 16. apríl 2007 18:58 Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum. Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira