Verðbólga mælist 5,3 prósent 16. apríl 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira