Verðbólga mælist 5,3 prósent 16. apríl 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira