Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan á ný í methæðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins.

Mesta hækkunin var á gengi bréfa í Mosaic Fashions, sem hækkaði um 2,47 prósent. Mesta lækkunin var hins vegar á gengi bréfa í Marel en það lækkaði um 1,23 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 20,73 prósent það sem af er árs og benti greiningardeild Glitnis á það í Morgunkorni sínu í dag að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar beri höfuð og herðar yfir aðra innlenda fjárfestingakosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×