Innlent

Kópavogsbær byggir að Elliðavatni

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt skipulagsbreytingar á lóðum að vatnsbakka Elliðavatns. Á bæjarstjórnarfundi 10. apríl samþykkti meirihlutinn þ.e. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, drög að nýrri byggð suðvestur af Elliðavatni. Samkvæmt nýju skipulagi mun vera um 15 metra bil á milli Elliðavatns og bygginga en um 50 metra helgunarsvæði liggur nú meðfram vatninu en það var samþykkt árið 2000. Með þessu móti mun byggðin teygja sig upp og í kringum Guðmundarlund og liggja að landi Heiðmerkur.

Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi Kópavogsbæ segir inn á bloggsíðu sinni www.gudridur.blog.is að þessar skipulagsbreytingar séu gróflegt brot á náttúrunni og brjóti á þeim útivistaperlum sem Kópavogsbúar hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×