Þjóðkirkjan er í allra þágu 12. apríl 2007 18:45 Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum." Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum."
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira