Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Jónas Haraldsson skrifar 9. apríl 2007 16:27 Geir H. Haarde, formaður sjálfstæðisflokksins. MYND/Heiða Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan. Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira