Innlent

Skortur á hjúkrunarfræðingum alvarlegt vandamál

Skortur á hjúkrunarfræðingum er mjög alvarlegt vandamál hér á landi og fer versnandi samkvæmt nýútkominni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um manneklu í hjúkrun. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins en þar segir að í skýrslunni komi fram að alls vanti nú 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum.

Skorturinn nær til sjúkrahúsa, heilsugæslu og hjúkrunarheimila og skortur á sjúkraliðum til starfa er ekki síður alvarlegt vandamál.

Á vef embættisins sergir að Landlæknir hafi látið þetta mál sig varða í ljósi þess að slíkur skortur ógni gæðum heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Því hafi embættið leitað til fulltrúa Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, Landspítala- háskólasjúkrahúss, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til að ræða á hvern hátt megi sporna við manneklu meðal hjúkrunarfræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×