Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta 2. apríl 2007 16:02 MYND/GVA Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna.Í frétt á heimasíðu samtakanna er bent á að stækkun álvers Alcan hafi verið í undirbúningi í mörg ár og hún hafi farið í gegnum ýmis ferli innan stjórnsýslunnar ásamt því sem Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan lóð undir stækkunina. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu hafi þessu öllu verið kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um íbúakosningu.Samtök atvinnulífsins segja enn fremur að það sé atvinnulífinu afar mikilvægt að allar leikreglur sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar sé stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Eins og málum sé nú háttað séu það sveitarstjórnir sem gefi út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það eigi að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum geti það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.Benda samtökin á að trúverðugleiki og traust séu lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verði erfitt að sækja fram að nýju og hætt sé við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður. Álverskosningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna.Í frétt á heimasíðu samtakanna er bent á að stækkun álvers Alcan hafi verið í undirbúningi í mörg ár og hún hafi farið í gegnum ýmis ferli innan stjórnsýslunnar ásamt því sem Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan lóð undir stækkunina. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu hafi þessu öllu verið kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um íbúakosningu.Samtök atvinnulífsins segja enn fremur að það sé atvinnulífinu afar mikilvægt að allar leikreglur sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar sé stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Eins og málum sé nú háttað séu það sveitarstjórnir sem gefi út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það eigi að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum geti það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.Benda samtökin á að trúverðugleiki og traust séu lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verði erfitt að sækja fram að nýju og hætt sé við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Álverskosningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira